Gönguleiðir í Fjallabyggð
Hreyfing er okkur öllum nauðsynleg og fátt betra en að geta sameinað holla hreyfingu og skemmtilegt ferðalag. Margar góðar gönguleiðir eru í Fjallabyggð og flestir ættu að geta fundið leiðir við hæfi. Sumar leiðanna eru troðningar eins og forfeður okkar gengu í 1000 ár, en einnig eru nýrri leiðir sem eru þægilegar göngu og forvitnilegar.
Átak hefur verið gert í merkingum gönguleiða á Tröllaskaga. Einnig má benda á gönguleiðakort sem Hólaskóli hefur útbúið og selt er víða á svæðinu.
Í Fjallabyggð eru nokkur félög sem bjóða uppá vandaðar gönguferðir með leiðsögn Top Mountaineering og Ferðafélagið Trölli Ólafsfirði.
Áður en lagt er af stað í gönguferð eða gönguferð er mikilvægt að leggja mat á reynslu þína, líkamsrækt og búnað til að tryggja örugga og ánægjulega ferð. Ef þú ert byrjandi skaltu íhuga að byrja á auðveldari leiðum og svæðum. Skipuleggðu hæfilega vegalengd fyrir hvern dag og skildu eftir ferðaáætlun hjá einhverjum sem er áreiðanlegur, vertu viss um að uppfæra þá ef áætlanir þínar breytast.
Vertu með GPS, kort og áttavita. Ef þú notar kort án nettengingar í símanum þínum, vertu viss um að þú hafir þegar hlaðið því niður, þú kunnir að nota það og hafðu með hleðslubanka fyrir símann. Þótt gönguleið sé stikuð getur skyggni verið svo slæmt að ekki sést á milli stika.
Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í Fjallabyggð sem hafa verið merktar og stikaðar hin síðari ár. Þær eru mislangar og misjafnlega krefjandi svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sumar leiðanna eru troðningar eins og forfeður okkar gengu í 1000 ár, en einnig eru nýrri leiðir sem eru þægilegar göngu og forvitnilegar.
Átak hefur verið gert í merkingum gönguleiða á Tröllaskaga. Vert er að benda á gönguleiðakort sem Hólaskóli hefur útbúið og selt er víða á svæðinu., meðal annars á Upplýsingamiðstöðvum í Fjallabyggð.
Nánari upplýsingar og heimildir eru að finna í eftirtöldum ritum:
Siglfirskar þjóðsögur og sagnir, Þ. Ragnar Jónasson.
Siglfirskir söguþættir, Þ. Ragnar Jónasson.
Siglufjarðarfjöll (Árbók Ferðafél. Ísl. 1990) Þ. Ragnar Jónasson
Í strandbyggðum norðan lands og vestan (Árbók Ferðafél. Ísl. 2000) Valgarður Egilsson
Ólafsfjarðarfjöll, Gönguleiðir um Ólafsfjörð og nágrenni, Ferðafélag Íslands og Ferðamálaráð Ólafsfjarðar, 1996.