Afþreying

Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS)

Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS) var stofnaður 19. júlí 1970.

Helstu frumkvöðlar að stofnun hans voru Gissur Ó. Erlingsson og Hafliði Guðmundsson. Klúbburinn kom sér upp litlum 6 holu velli á stofnárinu. Hann var fljótlega stækkaður í 9 holur en styttur aftur í 6 holur um 1987. Árið 1997 var Hólsvöllur tekinn í notkun. Fyrsta opna mót klúbbsins fór fram sumarið 1971 og fyrsta meistaramótið í karlaflokki árið 1977.
Óvíst er hvort mótið var haldið árin 1980 - 1983 og árin 1987 - 1993 var ekki keppt vegna vallaraðstæðna. Hin síðari ár hefur mótahald klúbbsins eflst mjög.

Árið 2018 var opnaður glæsilegur nýr 9 holu völlur hinu megin við ánna, meðfram skógræktinni og inn í Hólsdalinn, hann heitir Sigló-Golf og hefur GKS gert samning við eigendur vallarins um mótahald og nýtingu á vellinum fyrir félagsmenn.

Rekstur og umhirða er hjá GA Akureyri.

Sími golfklúbbsins er 8610268
Netfang: siglogolf@gmail.com
Formaður: Linda Lea Bogadóttir

Velkomin í GKS